Home Fréttir Í fréttum Skattspor iðnaðarins 462 milljarðar

Skattspor iðnaðarins 462 milljarðar

70
0
Þröngt skattspor er mælt án virðisaukaskatts.

Skatt­spor iðnaðar­ins, þ.e. fram­lag iðnaðar­ins til sam­fé­lags­ins í formi skatt­greiðslna er um­fangs­mikið, enda er grein­in stór hér á landi.

<>

Heild­ar­skatt­spor iðnaðar nam 462 millj­örðum króna árið 2022 sam­kvæmt niður­stöðum Reykja­vík Economics, en Sam­tök Iðnaðar­ins(SI) fengu fyr­ir­tækið til þess að reikna skatt­spor iðnaðar­ins á því ári með sam­bæri­leg­um hætti og hef­ur verið gert með aðrar at­vinnu­grein­ar.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu SI sem er birt á heimsíðu sam­tak­anna.

Þá seg­ir í grein­ing­unni að þröngt skatt­spor iðnaðar­ins, þ.e. án virðis­auka­skatts, hafi verið á því ári 213 millj­arðar kr., en til sam­an­b­urðar nam þröngt skatt­spor ferðaþjón­ust­unn­ar 92 ma.kr. og sjáv­ar­út­vegs­ins 85 m.kr. árið 2022. Á tíma­bil­inu frá 2017 til 2022 er sam­an­lagt heild­ar skatt­spor iðnaðar­ins 2.441 ma.kr.

Stend­ur und­ir fjórðungi verðmæta­sköp­un­ar

Þá er bent á að fram­lag iðnaðar til lífs­kjara hér á landi má mæla með ýms­um hætti. Hið stóra skatt­spor grein­ar­inn­ar end­ur­spegl­ar þá staðreynd að um­fang iðnaðar er mikið í ís­lensku efna­hags­lífi en hann stend­ur und­ir 26% verðmæta­sköp­un­ar hag­kerf­is­ins. Hlut­ur grein­ar­inn­ar í verðmæta­sköp­un hag­kerf­is­ins hef­ur verið að aukast síðustu ár.

Ljóst er að virðiskeðja iðnaðar­ins hef­ur mik­il og já­kvæð áhrif á starf­semi fyr­ir­tækja fyr­ir utan grein­ina. Vægi grein­ar­inn­ar í lands­fram­leiðslu og þar með skatt­tekj­um hins op­in­bera er því meira en of­an­greind­ar töl­ur um hlut­deild í lands­fram­leiðslu og skatt­spor sýna ef óbein áhrif grein­ar­inn­ar eru tek­in með, seg­ir enn frem­ur í grein­ingu SI.

Heimild: Mbl.is