Home Fréttir Í fréttum Lúxushótelið Höfði Lodge fokhelt í maí

Lúxushótelið Höfði Lodge fokhelt í maí

150
0
Hótelið er farið að taka á sig mynd og gæti verið opnað á næsta ári. Mynd: Mbl.is

Kostnaður við bygg­ingu lúx­us­hót­els­ins Höfða Lod­ge á Greni­vík við Eyja­fjörð hef­ur auk­ist tals­vert frá því sem upp­haf­lega var áætlað, að sögn Björg­vins Björg­vins­son­ar eins eig­enda verk­efn­is­ins.

<>

Hann rek­ur einnig þyrlu­skíðafyr­ir­tækið Vik­ing Heliski­ing og skíðaferðafyr­ir­tækið Scandic Gui­des ásamt Jó­hanni Hauki Haf­stein. Þá hafa orðið taf­ir á opn­un hót­els­ins.

Ástæðan er m.a. verðhækk­an­ir vegna stríðsátaka og far­ald­urs.

„Þetta er búið að kosta tölu­vert meira en það átti að gera en við erum al­veg ró­leg­ir út af því. Við höld­um okk­ar striki. Við erum núna að bíða eft­ir hús­ein­ing­um frá Lett­landi. Koma þeirra hef­ur taf­ist vegna vonds sjó­veðurs.

Þær koma von­andi eft­ir tvær vik­ur,“ seg­ir Björg­vin í sam­tali við Morg­un­blaðið. Upp­haf­lega átti að opna hót­elið árið 2022 en Björg­vin seg­ir að aðstand­end­ur láti sig nú dreyma um að opna í mars-apríl á næsta ári, 2025.

„Þetta er gríðarlega flók­in og mik­il bygg­ing en við erum far­in að sjá til lands“ seg­ir Björg­vin.

Sex þúsund fer­metr­ar

Hót­elið verður 6.000 fer­metr­ar og her­berg­in 40. Eins og áður hef­ur verið fjallað um í Morg­un­blaðinu eru her­berg­in öll mjög stór, allt upp í 180 fer­metr­ar, hvert og eitt með út­sýni út á Eyja­fjörðinn.

Meðal þess sem boðið verður upp á í hót­el­inu er golf­herm­ir, stórt spa, fund­ar­her­bergi, veit­ingastaður, vín­her­bergi og bar á efstu hæð. Einnig verður byggt 900 fer­metra starfs­manna­hús. Fimm­tíu manns koma til með að starfa á hót­el­inu.

„Við erum búin að reisa starfs­manna­húsið og hest­húsið og hót­elið er í dag komið í fjór­ar hæðir. Okk­ur vant­ar bara þess­ar ein­ing­ar frá Lett­landi til að loka hús­inu. Það ætti að geta orðið fok­helt í maí nk.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út laug­ar­dag­inn 16. mars.

Heimild: Mbl.is