Home Fréttir Í fréttum Fimm milljarða velta

Fimm milljarða velta

216
0
Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er stjórnarformaður Límtrés Vírnets. Ljósmynd: Aðsend mynd

Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet hagnaðist um 743 milljónir króna á síðasta ári.

<>

Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet hagnaðist um 743 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 862 milljóna hagnað árið áður. Félagið selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað og sérhæfir sig í framleiðslu á stál- og álklæðningum, límtré og yleiningum úr íslenskri steinull.

Veltan dróst saman um 300 milljónir milli ára og nam tæplega 5,3 milljörðum króna í fyrra. Í skýrslu stjórnar kemur fram að lækkunina megi rekja til verðlækkana af hálfu félagsins.

Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða 400 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu. Fjárfestingafélagið Stekkur á 78,72% hlut í félaginu, en eigandi Stekks er Kristinn Aðalsteinsson. Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Stekks og stjórnarformaður Límtrés Vírnets. Þá er Stefán Árni Einarsson forstjóri félagsins.

Heimild: Vb.is