Home Í fréttum Niðurstöður útboða Eitt tilboð í smíði nýrrar Ölfusárbrúar

Eitt tilboð í smíði nýrrar Ölfusárbrúar

410
0
Hér má sjá tölvuteiknað útlit nýrrar brúar yfir Ölfusár. Vegagerðin

Aðeins eitt tilboð barst í smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss, frá ÞG-verk og samstarfsaðilum. Tilboð voru opnuð í dag. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að ef allt gangi vel ætti að vera hægt að opna fyrir umferð árið 2027.

<>

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir að fimm hafi farið í gegnum forval en algengasta ástæða þess að fyrirtæki treysti sér ekki til að bjóða í verkið sé að það sé flókið og fjármögnun þess einnig.

Þá hafi einn sett fyrir sig að samningsmálið væri íslenska. Til stendur að hefja samninga við ÞG-verk og samstarfsfyrirtæki þess á næstunni og vonast er til að samningar klárist í lok sumars.

En eru það vonbrigði að aðeins eitt tilboð barst? „Það er alveg klárt að við þurfum að fara yfir þann lærdóm sem við getum dregið af þessu.

Rauði þráðurinn í þeim athugasemdum sem koma eru vandræði við að bjóða í fjármagnshlutann.“

Bergþóra Þorkelsdóttir er forstjóri Vegagerðarinnar.
RÚV – Þór Ægisson

Sumarið verður notað til samninga við tilboðsgjafa. Tilboðsupphæð er trúnaðarmál, segir Bergþóra, og því ekki hægt að greina frá henni. Gangi allt samkvæmt áætlun ætti að vera hægt að opna nýja brú yfir Ölfusá í lok árs 2027.

Heimild: Ruv.is