Home Fréttir Í fréttum Landsvirkjun skoðar tvö ný svæði undir vindorkuver

Landsvirkjun skoðar tvö ný svæði undir vindorkuver

90
0
Vindmyllur í Þykkvabæ. RÚV – Bragi Valgeirsson

Landsvirkjun kannar tvö ný svæði fyrir til viðbótar við Búrfellslund og Blöndulund. Vindrannsóknir eru að hefjast við Húsavíkurfjall og á Fljótsdalsheiði.

<>

Landsvirkjun vonast til að Búrfellslundur verði farinn að skila rafmagni inn á kerfið í árslok 2026. Fyrirtækið skoðar þrjú önnur svæði fyri vindorkuver, öll í námunda við aflstöðvar fyrirtækisins.

Búrfellslundur boðinn út

Landsvirkjun er lengst komin með 120 megavatta Búfellslund, allt að 30 vindmyllur sem eiga að standa við Vaðöldu í Rangárþingi Ytra.

Framkvæmdin hefur verið boðin út, með fyrirvara um að öll leyfi fáist. Áformin hafa mætt andstöðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þó að vindmyllurnar eigi ekki að standa í hreppnum nýta þær raforkuinnviði sem þar liggja.

Þá telur hreppurinn þær takmarka möguleika í útivist og uppbyggingu ferðaþjónustu. Búrfellslundur var samþykktur í rammaáætlun og því geta sveitarfélög ekki stöðvað framkvæmdina en Skeiða- og Gnúpverjahreppur vildi láta reyna á frestun.

Vind- og fuglarannsóknir fyrir Blöndulund

Blöndulundur er líka í nýtingarflokki og yrði 100 megavött í nágrenni Blöndustöðvar. „Þar höfum við meðal annars verið að rannsaka vindgæfni, sem sagt hversu gott svæðið er út frá vindi.

Við höfum framkvæmt fuglarannsóknir þar sem er mjög mikilvægur þáttur í því ákvörðunarferli hvort það eigi að reisa vindlund eða ekki,“ segir Unnur María Þorvaldsdóttir, en hún stýrir þróun vindorku hjá Landsvirkjun.

Rannsóknir og mat á sýnileika hafa áhrif á umfang áforma

Þessu til viðbótar er Landsvirkjun að hefja rannsóknir austan Húsavíkurfjalls og á Fljótsdalsheiði í nágrenni Fljótsdalstöðvar. Þar hafa fengist stöðuleyfi fyrir svokölluðum lidar-búnaði sem notar leysigeisla til að mæla vind.

Mælingamöstur verða reist síðar og umhverfi og fuglalíf rannsakað. Unnur segir að ekki sé hægt að segja til um umfang þeirra vindorkuvera fyrr en að rannsóknum loknum.

„Sýnileiki hefur yfirleitt mikil áhrif. Við höfum eins og í Búrfellslundi reynt að vanda okkur sérstaklega til að draga úr sýnileika og það getur líka haft áhrif á stærð svæðanna.“

Landsvirkjun hefur hug á að hafa vindmyllur í Búrfells- og Blöndulundum 150 meta háar í hæstu stöðu sem er nokkuð lægra en vindmyllur sem verið að að reisa í Evrópu en þær eru allt að 270 metra háar.

Heimild:Ruv.is