Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Semja um kaup vegna stækkunar Svartsengis

Semja um kaup vegna stækkunar Svartsengis

226
0
HD ehf. hefur undirritað samninga við HS Orku um uppsetnignu vélbúnaðar vegna stækkunar virkjunar HS Orku í Svartsengi ásamt rammasamningi um verktakaþjónustu. mbl.is/Eyþór

HD ehf. og HS Orka hafa und­ir­ritað samn­inga um upp­setn­ingu vél­búnaðar vegna stækk­un­ar virkj­un­ar HS Orku í Svartsengi ásamt ramma­samn­ingi um verk­takaþjón­ustu.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Samn­ing­arn­ir sem und­ir­ritaðir voru á föstu­dag­inn fela í sér efn­isút­veg­un, smíði og upp­setn­ingu á hverf­ilsam­stæðu vegna stækk­un­ar virkj­un­ar HS Orku í Svartsengi ásamt ramma­samn­ingi um verk­takaþjón­ustu.

Mun verkið fela í sér efn­isút­veg­un og smíði palla, stiga, pípu­und­ir­stöðu og pípu­kerfa í stöðvar­húsi ásamt dælu­stöð við kæliturn, smíði og upp­setn­ingu á dropa­skilju, upp­setn­ingu og sam­setn­ingu eimsvala, gassogs­kerfa, kæliturns og hverf­ilsam­stæðu í Orku­veri 7.

„Samn­ing­ur­inn um upp­setn­ingu vél­búnaðar er stærsti ein­staka samn­ing­ur sem gerður hef­ur verið í sögu fé­lags­ins og erum við í HD ehf. gríðarlega stolt af því að HS Orka hafi leitað til okk­ar og óskað eft­ir okk­ar aðkomu að þessu verk­efni. Gert er ráð fyr­ir að vinna hefj­ist sem allra fyrst og áætluð af­hend­ing verks­ins er 30. októ­ber 2025,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is