Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 07.05.2024 Hönnun og bygging Þjóðarhallar

07.05.2024 Hönnun og bygging Þjóðarhallar

153
0
RÚV – Mummi Lú

Þjóðarhöll ehf., fyrir hönd ríkis og Reykjavíkurborgar, býður fyrirtækjum og teymum að sækja um þátttöku í forvali fyrir samkeppnisútboð fyrir hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir í Laugardal.

<>

Þetta er tækifæri til að vera hluti af þróun fjölnota samfélagshúss fyrir íþróttir, kennslu og menningu sem mætir þörfum og kröfum til alþjóðakeppni og stærri viðburða.

Þjóðarhöllin verður hjarta íþrótta og lýðheilsu í Laugardalnum, með stærð allt að 19.000 m2, sæti fyrir 8.600 áhorfendur og rými fyrir allt að 12.000 gesti á viðburðum.

Markmiðið er að
• skapa aðstöðu sem endurspeglar nútímaleg gildi um aðgengi, samfélag og umhverfisvernd,
• veita aðgengi að fjölnota aðstöðu fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði,
• styrkja tengsl milli Þjóðarhallar og núverandi mannvirkja í Laugardalnum,
• vera aðgengileg almenningi og styrkja lýðheilsumarkmið,
• uppfylla kröfur um algilda hönnun og BREEAM umhverfisvottun á stigi „excellent“.

Eftir að forvali lýkur og 3–4 teymi hafa verið valin, hefst samkeppnin um endanlega hönnun og byggingu Þjóðarhallar. Niðurstaða forvals er áætluð í júní 2024.
Ríkiskaup annast forval og samkeppnisútboð.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Erlent heiti útboðs er Design and construction of the National indoor arena