Það er ánægjulegt að nú fer að styttast í vorkomu og að uppsteypu meðferðarkjarna sé að ljúka.
„Uppsteypu meðferðarkjarna er að ljúka, en unnið er að lokafrágangi. Uppsetning útveggjaeininga er komin nokkuð á veg í vesturhluta hússins, þar sem búið er að klæða stöng 1 nánast alla.
Næstu verkefni í meðferðarkjarna eru þakfrágangur, undirbúningur lokafrágangs í kjallara, innrétting efstu hæðanna og tengibrú yfir í Barnaspítala.
Uppsteypa rannsóknahúss er komin á fullt og unnið er að uppslætti og járnun á undirstöðum, ásamt því að hreinsun klappar og þrifalög eru í vinnslu.
Áfram er unnið að uppsteypu á bílastæða- og tæknihúsi, ásamt bílakjallara undir Sóleyjartorgi, þar sem unnið er á efri hæð kjallara.
Jarðvinna í húsi heilbrigðis- vísindasviðs Háskóla Íslands er að mestu lokið og vinna við uppsteypu hefst á næstunni.
Jarðvinna vegna viðbyggingar við Grensásdeild er í fullum gangi. Einnig er unnið að jarðvinnu vegna nýrra heimlagna að núverandi byggingu.
Verktaki hefur girt framkvæmdasvæðið af og fljótlega verða sett upp aðgangsstýrð aksturs- og gönguhlið,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.
Heimild: NLSH ohf.