Home Fréttir Í fréttum 674 milljóna kröfur í bú Sæ 14, félag sem hét áður Húsbygg...

674 milljóna kröfur í bú Sæ 14, félag sem hét áður Húsbygg ehf.

326
0

jaldþrotaskiptum á félaginu Sæ 14, sem áður hét Húsbygg ehf., er nú lokið. Alls námu kröfur í bú félagsins 674 milljónum króna, en af þeim voru 144 milljónir greiddar upp.

<>

Lýstar veðkröfur námu 631 milljón en fjárhæð almennra krafna nam 42 milljónum. Í veðkröfuliðnum var 103 milljónum úthlutað, en í almennu kröfunum var 41 milljón úthlutað.

Áður hét Sæ 14 ÁHÁ byggingar ehf., en það var úrskurðað gjaldþrota þann 31. mars 2010. Ljóst er því að skipti búsins hafa tekið sinn tíma.

Húsbygg ehf. var verktakafyrirtæki sem var meðal annars í eigu Búa eignarhaldsfélags, sem átti 50% hlut í Húsbyggi – síðar Sæ 14. Meðal eigenda Búa var Bjarney Harðardóttir, sem er stjórnarformaður félagsins.

Heimild: Vb.is