Home Fréttir Í fréttum ÍSTAK tók nýverið í notkun þrjár nýjar gröfur

ÍSTAK tók nýverið í notkun þrjár nýjar gröfur

469
0

ÍSTAK tók nýverið í notkun þrjár nýjar gröfur. Um er að ræða Volvo EC380EL (38-39 tonna) beltagröfu, Volvo EW160E (17-18 tonna) hjólagröfu og Volvo ECR25D mínígröfu. Með þessum kaupum uppfærði ÍSTAK gröfuflotann sinn en í fyrra voru fjórar eldri vélar seldar.

<>

ÍSTAK keypti gröfurnar frá Brimborg og voru þær settar saman eftir óskum ÍSTAKS. Þær eru sum sé með búnaði sem henta þeim aðstæðum sem ÍSTAK starfar í. Þar með eru þær allar ríkulega búnar með öllum þeim aukabúnaði sem þörf er á sem og vinnulýsingu.

„Við völdum Volvo vélarnar því þær eru hagkvæmar í rekstri og eyðslugrannar, að auki eru þær líka umhverfisvænar þar sem þær eru með góðum hreinsibúnaði á útblástri. Aðstaðan fyrir tæknistjóra er mjög góð og er olíumiðstöð til staðar til að halda húsi tækjastjóra heitu án þess að vélin sé í gangi að óþörfu“, segir Dagbjartur Sveinsson, innkaupafulltrúi hjá ÍSTAKI. Nýju gröfurnar munu styrkja enn frekar framleiðni og framleiðslu hjá ÍSTAKI þar sem t.a.m. verður minna um vinnutímatap vegna viðhalds véla.

Gröfurnar eru nú þegar komnar í notkun en beltagrafan verður notuð í sjólögn við Borgarnes til að byrja með, hjólagrafan í Mosfellsbæ og svo fer hún í Reykjanesið vegna stækkunar Leifsstöðvar og mínígrafan er komin í vinnu við stækkun Klettaskóla.

Heimild: Ístak.is