Home Fréttir Í fréttum Verkamenn við byggingu fiskvinnsluhúss í Eyjum gistu um borð í skipi

Verkamenn við byggingu fiskvinnsluhúss í Eyjum gistu um borð í skipi

199
0

Vinna við byggingu fiskvinnsluhúss Vinnslustöðvarinnar – Fluttir á gistiheimili eftir athugasemdir.

<>

Sniðug lausn, en vanhugsuð. Framkvæmdastjóri Eyktar segir að mönnum hafi þótt það sniðug lausn að verkamennirnir gistu um borð í skipinu en viðurkennir að hún hafi kannski verið vanhugsuð eftir athugasemdir frá bænum.

Erlendir verkamenn sem unnið hafa að byggingu nýs uppsjávarfrystihúss Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum bjuggu um borð í færeyskum frystitogara um hríð í upphafi framkvæmda. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við dvöl mannanna um borð í skipinu sem varð til þess að þeir fluttu sig um set yfir á gistiheimili í bænum. Þeir hafa hins vegar enn aðgang að skipinu og nota það meðal annars sem eins konar mötuneyti meðan þeir starfa við framkvæmdirnar á vegum Byggingarfélagsins Eyktar.

Heimild: Dv.is