
Fasteignafélag hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, hagnaðist um nærri 800 milljónir króna á árinu 2022.
Festing hf., fasteignafélag hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, hagnaðist um nærri 800 milljónir króna á árinu 2022.
Tekjur félagsins námu 958 milljónum króna og lækkuðu um 130 milljónir á milli ára vegna gengis íslensku krónunnar, að því er kemur fram í ársreikningi.
Í árslok námu eignir félagsins 15,5 milljörðum króna, en stjórn félagsins lagði til 300 milljón króna arðgreiðslu til hluthafa á síðasta ári.

Heimild: Vb.is