Á laugardaginn komu fyrstu farþegarnir í gegnum nýju viðbygginguna á Akureyraflugvelli. Vélar frá flugfélögunum Transavia og easyJet komu til Akureyrar.

Samtals voru komufarþegarnir 311 manns og brottfararfarþegarnir 340 manns. Icelandair var einnig með sína áætlun á sama tíma og því fóru 767 farþegar um flugstöðina á laugardaginn.

Í júlí nk. lýkur áfanga tvö í stækkun flugstöðvarinnar á Akureyraflugvelli, þegar nýr innritunarsalur verður tekinn í notkun en þá mun allt millilandaflug fara í gegnum sjálfa viðbygginguna.

Myndir og heimild: Akureyri Airport Facebooksíða