Home Fréttir Í fréttum Fyrstu farþegarnir í gegnum nýju viðbygginguna á Akureyraflugvelli

Fyrstu farþegarnir í gegnum nýju viðbygginguna á Akureyraflugvelli

70
0
Mynd: Akureyri Airport

Á laugardaginn komu fyrstu farþegarnir í gegnum nýju viðbygginguna á Akureyraflugvelli.  Vélar frá flugfélögunum Transavia og easyJet komu til Akureyrar.

<>
Mynd: Akureyri Airport

Samtals voru komufarþegarnir 311 manns og brottfararfarþegarnir 340 manns. Icelandair var einnig með sína áætlun á sama tíma og því fóru 767 farþegar um flugstöðina á laugardaginn.

Mynd: Akureyri Airport

Í júlí nk. lýkur áfanga tvö í stækkun flugstöðvarinnar á Akureyraflugvelli, þegar nýr innritunarsalur verður tekinn í notkun en þá mun allt millilandaflug fara í gegnum sjálfa viðbygginguna.

Mynd: Akureyri Airport

Myndir og heimild: Akureyri Airport Facebooksíða