Home Fréttir Í fréttum Hægt að byggja 350 íbúðir á 10 til 12 mánuðum

Hægt að byggja 350 íbúðir á 10 til 12 mánuðum

118
0
Útlit er fyrir að hægt verði að reisa um 350 íbúðir á Reykjanesi á um 10-12 mánuðum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hægt verður að byggja um 350 íbúðir á um 10-12 mánaða tíma­bili í sveit­ar­fé­lög­un­um Reykja­nes­bæ, Suður­nesja­bæ og Vog­um.

<>

Um er að ræða niður­stöðu fram­kvæmda­hóps sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra skipaði í byrj­un árs. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Í fram­kvæmda­hópn­um sátu full­trú­ar innviðaráðuneyt­is­ins, for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins, en hlut­verk hóps­ins var að fylgja eft­ir til­lög­um fyrri starfs­hóps, um mögu­leika á hraðri upp­bygg­ingu hús­næðis vegna af­leiðinga nátt­úru­ham­fara við Grinda­vík. Auk þess að vinna að fram­gangi til­lagna hans og fjár­mögn­un þeirra.

Upp­bygg­ing á for­send­um sveit­ar­fé­lag­anna

Starf fram­kvæmda­hóps­ins beind­ist einkum að því að fá yf­ir­sýn yfir fram­boð lóða fyr­ir hús­næðis­upp­bygg­ingu í sveit­ar­fé­lög­un­um Reykja­nes­bæ, Suður­nesja­bæ og Vog­um. Stöðu upp­bygg­ing­ar og áform fyrr­greindra sveit­ar­fé­laga um upp­bygg­ingu á næstu miss­er­um.

Á grund­velli þess­ar­ar vinnu ligg­ur nú fyr­ir að hægt verði að byggja um 350 íbúðir á um 10-12 mánaða tíma­bili frá því að fram­kvæmd­ir hefjast. Þessi upp­bygg­ing er í sam­ræmi við samþykkt deili­skipu­lög og upp­bygg­ingu innviða á um­rædd­um svæðum sem er langt á veg kom­in eða lokið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Upp­bygg­ing­in mun fara fram á for­send­um sveit­ar­fé­lag­anna. Þar með verður bæði sveit­ar­fé­lög­un­um og markaðnum gef­inn kost­ur á að skipu­leggja upp­bygg­ingu og fram­kvæmd­ir á eig­in for­send­um þar sem Grind­vík­ing­um sem og öðrum lands­mönn­um gefst færi á að velja sér bú­setu og bú­setu­úr­ræði við hæfi.

„Mik­il­vægt er að ríki og sveit­ar­fé­lög taki hönd­um sam­an til að hraða fram­boði á nýju íbúðar­hús­næði sem mætt get­ur auk­inni eft­ir­spurn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is