Home Fréttir Í fréttum Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

83
0
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í gær. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vilja­yf­ir­lýs­ing um að tryggja raf­orku­ör­yggi í Vest­manna­eyj­um og fram­gang orku­skipta var und­ir­rituð í Vest­manna­eyj­um dag, en hún kveður á um lagn­ingu tveggja raf­strengja til Eyja sem liggja munu frá spennistöð í Rima­koti skammt vest­an við Land­eyja­höfn.

<>

Áformað er að streng­irn­ir verði lagðir árið 2025 og hef­ur verkið þegar verið boðið út.

Full­trú­ar þeirra sem standa að yf­ir­lýs­ing­unni stilltu sér upp fyr­ir til­efnið. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu
Þeir sem standa að vilja­yf­ir­lýs­ing­unni eru Landsnet, innviðaráðuneytið, HS Veit­ur og Vest­manna­eyja­bær, ásamt helstu orku­not­end­um í Eyj­um, þ.e. fiski­mjöls­fram­leiðend­um og land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Lax­ey.

Nán­ar er fjallað um raf­streng­ina tvo í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is