Viljayfirlýsing um að tryggja raforkuöryggi í Vestmannaeyjum og framgang orkuskipta var undirrituð í Vestmannaeyjum dag, en hún kveður á um lagningu tveggja rafstrengja til Eyja sem liggja munu frá spennistöð í Rimakoti skammt vestan við Landeyjahöfn.
Áformað er að strengirnir verði lagðir árið 2025 og hefur verkið þegar verið boðið út.
Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu
Þeir sem standa að viljayfirlýsingunni eru Landsnet, innviðaráðuneytið, HS Veitur og Vestmannaeyjabær, ásamt helstu orkunotendum í Eyjum, þ.e. fiskimjölsframleiðendum og landeldisfyrirtækinu Laxey.
Nánar er fjallað um rafstrengina tvo í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is