Home Fréttir Í fréttum Kalt vatn inn á hafnarsvæðið á fimmtudaginn

Kalt vatn inn á hafnarsvæðið á fimmtudaginn

44
0
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grinda­vík­ur­bær í sam­starfi við al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafa unnið að viðgerðum við stofn­lögn vatns­veitu Grinda­vík­ur­bæj­ar og er þeirri vinnu að ljúka en lögn­in varð fyr­ir tjóni í eld­gos­inu 14. janú­ar.

<>

Á vef Grinda­vík­ur seg­ir að stefnt sé að því að hleypa vatni um lögn­ina á fimmtu­dag­inn. Fyrstu svæðin sem áætlað er að hleypa köldu vatni á séu niður við Grinda­vík­ur­höfn, á svæði 1, 2 og 3 á meðfylgj­andi mynd.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að áhleyp­ingu sé fyrst skolað út úr lögn­un­um áður en þrýst­ing­ur sé byggður í dreif­kerf­inu. Því þurfa inntakslok­ar kalda­vatns­ins í fast­eign­um að vera lokaðir í upp­hafi.

Mik­il­vægt sé að hafa í huga að áreiðan­leiki viðgerðar und­ir nýja hraun­inu sé ekki þekkt­ur og því gæti viðgerð brugðist og vatnið farið aft­ur af.

Þá seg­ir að það kunni að vera að dreifi­kerfi vatns­veit­unn­ar inn­an­bæjar leki eft­ir jarðhrær­ing­arn­ar. Skýrist á næstu dög­um hvort viðgerð haldi, eft­ir að full­ur þrýst­ing­ur er kom­inn á kerfið. Ákvörðun um það að setja kalt vatn á fleiri svæði og í hvaða röð verði svo tek­in í fram­hald­inu.

Heimild: Mbl.is