Home Fréttir Í fréttum Brotið á verkafólki á Þeistareykjum

Brotið á verkafólki á Þeistareykjum

104
0
Uppbyggingu við Húsavík fylgir aukið eftirlit verkalýðsfélagsins Framsýnar. - MYND/FRAMSÝN

Fréttablaðið segir frá því í morgun að brotið sé á verkafólki á Þeistareykjum en Verkalýðsfélagið Framsýn beitti sér fyrir því að kjör meira en fjörutíu starfsmanna undirverktaka LNS Saga voru leiðrétt á síðasta ári.

<>

„LNS Saga er stóri verktakinn á svæðinu. Svo eru aðrir smærri verktakar,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar í samtali við Fréttablaðið. LNS Saga samdi við pólskt fyrirtæki um að reisa stöðvarhúsið á Þeistareykjum.

„Það fyrirtæki kom með fimmtíu verkamenn til landsins sem var brotið á. Þessi stóri pólski verktaki fór ekki eftir reglum um lágmarkskjör. Við unnum það mál með Vinnumálastofnun og tókum þetta föstum tökum. Við gengum frá samningi við þetta fólk hjá fyrirtækinu um að virða íslensk lög og reglur.“ Aðalsteinn segir stóran hóp starfsmanna pólska fyrirtækisins hafa verið fyrir neðan lágmarkskjör. „Þeir voru með á milli 1.200 og 1.300 krónur á tímann. Við gátum ekki ráðið af ráðningarsamningum að það væri verið að greiða yfirvinnu. Þeir unnu sextíu og átta tíma á viku,“ segir Aðalsteinn.

Átta hundruð starfsmenn verða á svæðinu þegar mest lætur og þörfin á eftirliti því mikil. Framsýn hefur bætt við manni til að sinna því eftirliti.

Heimild: Dagskrain.is