Home Fréttir Í fréttum Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

83
0
Hluti af kennurum og nemendum skólans, sem eru að læra húsasmíði en mikill áhugi er á náminu enda vantar alls staðar góða smiði. MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú.

<>

Það eru helgarnámshópar skólans, sem sjá um að smíða húsin samhliða annarri vinnu, en dagskólinn tekur þó líka eitt og eitt hús í sínu fulla námi.

„Þetta eru mjög krefjandi verkefni en við höfum kennt þetta í samstarfi við atvinnulífið hérna. Við höfum verið í samstarfi við verktakana, sem verður til þess að við fáum nýjustu efnin, klæðningarefnin og þennan dúk, sem er á þessum húsum hérna til dæmis.

Þetta er það sem er að gerast í dag og þá erum við að undirbúa nemendur okkar að þeir séu tilbúnir út í vinnuumhverfið þannig að þau séu með allt það nýjasta í höndum þegar þeir mæta á vinnumarkaðinn,” segir Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans.

Húsin, sem nemendurnir smíða eru mjög vönduð og glæsileg í alla staði að innan og utan.
MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Óskar Már segir nemendur hafa mjög gaman af byggingu húsanna, það sé krefjandi en jafnframt mjög skemmtilegt verkefni, sem allir eru ánægðir með.

45 nemendur eru í dagskólanum og 42 í helgarnáminu, sem segir allt um þann mikla áhuga sem er á húsasmíðanámi skólans.

Óskar Már Atlason, deildarstjóri tréiðnaðardeildar skólans að leiðbeina nemanda.
MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

En hvernig skýrir Óskar Már þennan mikla áhuga á náminu?

„Þörf á iðnaðarmönnum í dag, okkur vantar iðnaðarmenn og þetta er orðin mikil umræða í samfélaginu. Það er alltaf verið að byggja”.

Og Óskar Már segir forréttindi að fá að kenna hópnum allt það helsta í kringum húsasmíðina með sínu fólki enda nemendur mjög áhugasamir og duglegir í náminu, hvort sem það er bóklegi eða verklegi hluti námsins.

Heimasíða skólans

Heimild: Visir.is