Home Fréttir Í fréttum Eik verður skráð 29. apríl í Kauphöll Íslands

Eik verður skráð 29. apríl í Kauphöll Íslands

136
0
Garðar Hannes Friðjónsson

 

<>

Eik fasteignafélag væntir þess að viðskipti geti hafist 29. apríl næstkomandi með bréf félagsins . En áður en að því kemur mun fara fram almennt útboð á hlutabréfum í félaginu dagana 17.-20. apríl þar sem Arion banki hf. býður til sölu 14,0% eignarhlut í félaginu.

Miðað við lágmarksverð útboðsins nemur heildarstærð þess þremur milljörðum króna og svarar það til tæplega 21,7 milljarða króna markaðsvirðis alls hlutafjár í Eik fasteignafélagi. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hefur umsjón með útboðinu og því ferli að fá bréf félagsins tekin til viðskipta.

 

Tvær tilboðsbækur verða í boði fyrir fjárfesta og nemur samanlögð stærð þeirra 485.125.578 hlutum. Í tilboðsbók A verður fjárfestum boðið að skrá sig fyrir kaupum að andvirði á bilinu frá 100 þúsund krónum og upp í 10 milljónir króna. Þar verður tekið við áskriftum á verðbilinu 6,25-6,95 krónur á hlut en eitt endanlegt útboðsgengi í tilboðsbók A verður ákvarðað af seljanda í lok útboðs.


Í tilboðsbók B verður tekið við áskriftum að andvirði yfir 10 milljónir króna. Þar verður lágmarksverð 6,25 krónur á hlut og ekkert hámarksverð tilgreint af seljanda en eitt endanlegt útboðsgengi í tilboðsbók B verður ákvarðað af seljanda í lok útboðs sem verður jafnt eða hærra útboðsgengi A.

Heimild: Visir.is