Home Fréttir Í fréttum Frummatsskýrsla vegna virkjanaáforma HS Orku tilbúin

Frummatsskýrsla vegna virkjanaáforma HS Orku tilbúin

69
0

HS Orka áform­ar að reisa um 9 MW rennslis­virkj­un í efri hluta Tungufljóts í Bisk­upstung­um, Brú­ar­virkj­un, í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar ofan þjóðvegar að Gullfossi.

<>

Umfang Brúarvirkjunar er tiltölulega lítið og staðsetning heppileg með tillit til sjónrænna áhrifa. Aðalstífla lægi þvert yfir farveg Tungufljóts rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár og þaðan yrði áin leidd í um 1700 metra löngum neðanjarðar aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi.

Fyr­ir­tækið hef­ur í seinni tíð gert samn­inga um kaup á orku frá litl­um vatns­afls­virkj­un­um til að styrkja stöðu sína á raf­orku­markaði og með Brú­ar­virkj­un er fetað áfram þá slóð.

Frummatsskýrslu svæðisins má nálgast hér að neðan:

Frummatsskýrsla Brúarvirkjunar

Viðauki 1: Gróður og fuglar

Viðauki 2: Vatnalíf

Viðauki 3: Fornleifaskráning

Heimild: Sudurnes.net