Home Fréttir Í fréttum Garðar verji Suðurnesjalínur

Garðar verji Suðurnesjalínur

68
0
Unnið er að vörnum fyrir raforkuinnviði á Reykjanesskaga, háspennulínur og önnur orkumannvirki, og staurastæður styrktar. Ljósmynd/Landsnet

Her­man­ir hafa verið gerðar fyr­ir Reykja­nesskaga þar sem mögu­leg­um sviðsmynd­um hraun­rennsl­is hef­ur verið varpað upp og þar miðað við hraun­flæði frá þekkt­um sprungu­svæðum í átt að raf­orku­innviðum á svæðinu.

<>

Varn­argarðar hafa verið hannaðir og einnig hækk­an­ir á há­spennu­möstr­um svo að hraun geti runnið und­ir há­spennu­lín­ur. Þetta seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son ör­ygg­is­stjóri Landsnets í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Lagn­ing Suður­nesjalínu 2 í und­ir­bún­ingi
Hann var spurður um hvaða ráðstaf­an­ir hefðu verið gerðar til að verja Suður­nesjalínu 1 sem flyt­ur raf­magn sem fram­leitt er utan Reykja­ness til svæðis­ins.

Þá er lagn­ing Suður­nesjalínu 2 í und­ir­bún­ingi og taka fram­an­greind­ar ráðstaf­an­ir einnig mið af þeirri línu. Ætl­un­in er að sú lína verði tek­in í gagnið síðla næsta árs.

Hall­dór seg­ir að farið hafi verið að huga að vörn­um raf­orku­mann­virkja strax árið 2020 sem og að gerð viðbragðsáætl­un­ar um hvernig verja megi Suður­nesjalínu 1 og aðra raf­orku­innviði á Reykja­nesi.

Til­lög­ur að varn­ar­görðum
Var verk­fræðistof­an Verkís feng­in til að gera til­lög­ur að varn­ar­görðum eins og þeim sem sett­ir voru upp við orku­verið í Svartsengi, til að verja orku­innviði fyr­ir mögu­legu hraun­rennsli frá öll­um þekkt­um sprung­um á Reykja­nesi sem líkt var eft­ir í hraun­flæðiherm­um.

Á grund­velli þeirra herm­ana hafa verið gerðar viðbragðsáætlan­ir og sett­ar inn í hönn­un­ar­for­send­ur fyr­ir innviðafram­kvæmd­ir ín framtíðinni.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is