Home Fréttir Í fréttum Endurmeta íbúðaþörf til lækkunar

Endurmeta íbúðaþörf til lækkunar

89
0
mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­steinn Arn­alds, töl­fræðing­ur hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), seg­ir end­ur­mat á íbúa­fjölda lands­ins hafa áhrif á mat á upp­safnaðri íbúðaþörf til lækk­un­ar. Hins veg­ar breyti niður­stöðurn­ar ekki mati HMS á nauðsyn íbúðaupp­bygg­ing­ar næstu ár.

<>

Til­efnið er að Hag­stof­an hef­ur end­ur­metið íbúa­fjöld­ann til lækk­un­ar um 14 þúsund manns. Af því leiðir að um 386 þúsund manns búa á Íslandi en ekki tæp­lega 400 þúsund eins og áður var talið. Ein meg­in­skýr­ing­in er að brott­flutt­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar hafa verið van­tald­ir.

Áætl­un HMS um upp­safnaða íbúðaþörf fyr­ir árin 2019 til 2022 má sjá á graf­inu. Nán­ar til­tekið er þetta íbúðaþarfagrein­ing sem stofn­un­in vann fyr­ir stjórn­völd og hagaðila.

Áætl­un HMS um upp­safnaða íbúðaþörf fyr­ir árin 2019 til 2022 má sjá á graf­inu. Nán­ar til­tekið er þetta íbúðaþarfagrein­ing sem stofn­un­in vann fyr­ir stjórn­völd og hagaðila.

Síðasta grein­ing­in var gerð í janú­ar 2022. Tal­an fyr­ir árið 2023 er laus­leg áætl­un og bygg­ist á því að íbú­um hafi fjölgað um 23 þúsund en þá verið byggðar um 6.000 íbúðir. Miðað við að 2,5 búi að jafnaði í íbúð hafi því þurft um 9.000 íbúðir til að mæta eft­ir­spurn vegna íbúa­fjölg­un­ar, eða um 3.000 fleiri en byggðar voru 2023.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is