Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við þrjú möstur í Svartsengislínu ganga vel

Framkvæmdir við þrjú möstur í Svartsengislínu ganga vel

52
0
Mynd: Vf.is

Framkvæmdir Landsnets í Svartsengislínu ganga vel og endurbygging þriggja mastra langt komin. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landsnets.

<>

Við áttum tvö möstur á lager sem hægt var að nota í verkefnið en það þriðja, hornmastur, þurfti að sérsmíða hér heima að hluta. Nú er vinnu við stálsmíði og undirstöður að ljúka og við erum að setja saman möstur og undirbúa reisingu.   

Nýju mastursstæðin voru valin með tilliti til hraunflæðisútreikninga og sumum er lyft með „eyjum“ til að minnka enn frekar hættu á að hraunið nái að stálinu. 

Við reiknum með að þessari vinnu ljúki á næstu vikum en það var mjög ánægjulegt að sjá í þessu öllu að þær varnir sem við höfðum nú þegar farið í héldu í hraunflæðinu og að línan er ósködduð eftir það.“

Heimild: Vf.is