Home Fréttir Í fréttum Fjölbýlishúsalóðir lausar við Miðholt í Holtahverfi á Akureyri

Fjölbýlishúsalóðir lausar við Miðholt í Holtahverfi á Akureyri

68
0

Akureyrarbær auglýsir lausar til úthlunar fjölbýlishúsalóðir við Miðholt í Holtahverfi. Um er að ræða fimm lóðir þar sem heimilt er að byggja tveggja hæða fjölbýlishús ásamt kjallara.

<>

Byggingarmagn á hverri lóð er á bilinu 718-743 fm og gert ráð fyrir 6 íbúðum í hverju húsi.

Vegna jarðvegsaðstæða er talið mikilvægt að uppbygging svæðisins verði unnin með samræmdum hætti og jafnvel þannig að allar lóðirnar verði undirbúnar á sama tíma áður en uppbygging hefst.

Lóðunum fimm verður því úthlutað til sama aðila.

Úthlutunarskilmála og fylgiskjöl má nálgast Hér.

Umsókn skal skila rafrænt hér í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 miðvikudaginn 13. mars 2024.  Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjenda

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði/umsókn.

Heimild: Akureyrarbær