Home Fréttir Í fréttum Kópavogsgöng tekin úr skipulagi

Kópavogsgöng tekin úr skipulagi

184
0
Mynd: Vb.is /Haraldur Guðjónsson

kipulagsnefnd Kópavogsbæjar samþykkti á dögunum að taka Kópavogsgöng af aðalskipulagi. Göngin áttu að liggja milli Fossvogs og Kópavogsdals í beinu framhaldi af Öskjuhlíðargöngum. Þau hafa verið á aðalskipulaginu frá því fyrir aldamótin en ekki var gert ráð fyrir þeim í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040, sem samþykkt var í fyrra.

<>

Í umfjöllun Morgunblaðsins árið 2000 kom fram að göngin væru talin kosta 8 til 9 milljarða króna, jafnvirði 18-­20 milljarða króna á núverandi verðlagi.

Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, segir í samtali við Viðskiptablaðið að göngin séu tekin af skipulagi vegna nýrra áherslna í samgöngumálum. „Þetta er feiknarmikið mannvirki og þegar menn fara að hugsa þetta í rólegheitunum þá sjá menn að það er hægt að bæta almenningsvagnakerfið mikið fyrir þann pening sem þarf í þetta,“ segir Birgir.

Heimild: Vb.is