Home Fréttir Í fréttum „Er svarið að borgin opni Byggingar­fé­lag Reykja­víkur?“

„Er svarið að borgin opni Byggingar­fé­lag Reykja­víkur?“

143
0
Einar Þorsteinsson borgarstjóri á Viðskiptaþingi í vikunni. Ljósmynd: HAG / AÐSEND

Borgarstjóri Reykjavíkur vill sjá verktaka sýna samfélagslega ábyrgð og íhugar að fara í samkeppni.

<>

Einar Þor­steins­son borgar­stjóri Reykja­víkur segir lóða­skort í Reykja­vík ekki vera á­stæðu fyrir hús­næðis­skorti og sendir verk­tökum kaldar kveðjur fyrir að vera ekki að byggja meira, þrátt fyrir núverandi há­vaxtar­um­hverfi.

Hann kastaði einnig fram hug­myndinni um að borgin kæmi inn á fram­kvæmdar­markaðinn með stofnun Byggingar­fé­lags Reykja­víkur ef ekkert breytist.

Einar var gestur í pall­borðs­um­ræðum á Við­skipta­þingi í vikunni á­samt Krist­rúnu Frosta­dóttur, for­manni Sam­fylkingarinnar og Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttir fjár­mála­ráð­herra.

Snorri Más­son, rit­stjóri Rit­stjórans, stýrði um­ræðunum en undir lok um­ræðu um út­lendinga­mál skaut Einar inn spurningu um hús­næðis­málin. „Það koma þúsund manns á mánuði. Hvar á þetta fólk að búa?“

Snorri svaraði um hæl hvort það væri ekki ráð­legt að útdeila fleiri lóðum til að byggja og upp­skar lófa­klapp fyrir.

„Á þessu kjör­tíma­bili höfum við tvö­faldað lóða­fram­boðið. Allt sem er byggingar­hæft selst svona,“ sagði Einar og smellti fingrum.

Vill sjá verktaka taka á sig tapið
Einar sagði síðan að staðan væri allt önnur í dag eftir að vextir hafi hækkað ört.

„Hvað gerist síðan? Menn bíða. Af því að vaxtar­stigið er hátt og menn treysta sér ekki til að fram­kvæma. Gott og vel.

Ég man ekki til þess að þegar Ás­geir seðla­banka­stjóri lækkaði vextina niður í nánast núll og verk­takarnir, fast­eigna­fé­lögin og þeir sem voru að byggja nutu þess að vera á lágum vöxtum og þá hækkaði fast­eigna­verðið.

Þeir létu í­búðar­eig­endur eða kaup­endur ekki njóta þess í einni einustu krónu að búa við lág­vaxtar­um­hverfi,“ sagði Einar.

„Svo þegar vextirnir hækka. Þá bara henda þeir hömrunum í bíl­skúrinn og bíða.

Við erum hérna með neyðar­á­stand á hús­næðis­markaði og ég höfða til þessa salar hérna hvernig ætlum við að byggja upp sam­fé­lag þar sem fólk býr við hús­næðis­öryggi.

Hlýtur það ekki að vera sam­fé­lags­á­byrgð fjár­mála­stofnana sem lána fram­kvæmdar­lánin og þeirra sem byggja að þó að það harðni að­eins á dalnum að menn haldi á­fram að byggja,“ sagði Einar.

Yfir­skrift Við­skipta­þings í ár var Hið opin­bera: Get ég að­stoðað?. Á þinginu var fjallað um gríðar­legt um­fang ríkisins á sviðum sem einka­aðilar geta hæg­lega sinnt.

„En af því við erum að tala um hlut­verk hins opin­bera, er þá svarið að Reykja­víkur­borg opni bara Byggingar­fé­lag Reykja­víkur? Og byggi þetta sjálf. Því við eigum lóðirnar, það skortir ekki lóðir,“ sagði Einar.

„Það er enginn sem klappar fyrir því en við þurfum að hugsa hvernig við ætlum að taka á móti þessum hópi sem vill búa hérna og verður að búa hérna því við þurfum vinnu­aflið. Ef fjár­mála­stofnanir og verk­taka­geirinn taka sig ekki á og eru til­búinn til að byggja þó að þau hagnist að­eins minna á því þá getur maður ekki skoðað það öðru­vísi en að það sé á­kall á sveitar­fé­lögin byggi bara sjálf,“ sagði Einar að lokum.

Heimild: Vb.is