Home Fréttir Í fréttum Stefna að fjölgun íbúða í Vík

Stefna að fjölgun íbúða í Vík

95
0
Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Elmar Erlendsson, sviðsstjóri hjá HMS og framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags, og Marinó Þórisson, framkvæmdastjóri SV3 ehf. Ljósmynd/Mýrdalshreppur

Ein­ar Freyr El­ín­ar­son, sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps, und­ir­ritaði í gær, fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lags­ins, vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjölg­un íbúða í Vík.

<>

Verk­efnið felst í bygg­ingu 16-20 íbúða fjöl­býl­is­húss þar sem Brák leigu­fé­lag mun kaupa á bil­inu 10-12 íbúðir með stofn­fram­lög­um frá ríki og sveit­ar­fé­lagi, að því er seg­ir á vef Mýr­dals­hrepps.

Fram­kvæmd­ir geti haf­ist í ár

Þar seg­ir enn frem­ur, að yf­ir­lýs­ing­in sé und­ir­rituð af full­trú­um Mýr­dals­hrepps, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) og bygg­ing­araðilans SV3 ehf. Ákveðið var að ganga til samn­inga við SV3 í kjöl­far þess að aug­lýst var eft­ir áhuga­söm­um bygg­ing­araðilum í des­em­ber.

„Verk­efnið er unnið á grund­velli samn­ings sem sveit­ar­fé­lagið og innviðaráðuneytið samþykktu í nóv­em­ber 2023 um íbúðaupp­bygg­ingu til næstu 10 ára og er í sam­ræmi við hús­næðisáætl­un sveit­ar­fé­lags­ins.

Von­ir standa til þess að fram­kvæmd­ir geti haf­ist um mitt ár 2024 og að þeim verði lokið um mitt ár 2025,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is