Frumvarp um kaup á eignum í Grindavík nær ekki til atvinnuhúsnæðis. Það nær einungis til íbúðahúsnæðis einstaklinga í bænum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra er þó búin að mæla fyrir frumvarpi um tekjufallsstyrk fyrir fyrirtæki í bænum.
„Við þurfum að meta og sjá hversu raunhæft er að halda úti atvinnustarfsemi í bænum. Við þurfum að huga að því með hvaða hætti fólki er kleift að færa atvinnustarfsemi sína annað, en í þessu frumvarpi einungis horft til íbúðarhúsnæðis,“ segir Þórdís Kolbrún.
Heimild: Mbl.is