Home Fréttir Í fréttum 26.02.2024 Varmárvöllur – Aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða

26.02.2024 Varmárvöllur – Aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða

125
0
Fjöl­nota íþrótta­húsið að Varmá

Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkefnið:  

<>

Varmárvöllur: Aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða – Jarðvinna og ferging.

Verkið felur í sér jarðvinnu og fergingu vegna gervigrasvallar og svæða undir komandi vallarlýsingarmöstrum. Auk þess felst verkið í uppgreftri fyrir frjálsíþróttavelli, fyllingu og fergingu á honum þegar fergingu er lokið á gervigrasvelli.

Verkið felst í í uppgreftri, fullnaðarfrágangi fyllingar undirbyggingar og fergingu ofan á hana.

Helstu magntölur eru:

  • Hlaupabrautarefni, upprif og förgun: 4.800 m2
  • Malbik, upprif og förgun: 5.600 m2
  • Uppúrtekt og brottakstur: 18.360 m3
  • Aðflutt malarfylling: 26.950 m3
  • Brottflutt malarfylling, afgangsfarg: 2.900 m3

Verk­inu skal að fullu lok­ið sam­ræmi við ákvæði út­boðs­gagna þann 6. desember 2024 í nánu samráði við verkkaupa.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvefnum https://vso.ajoursystem.net/ frá og með föstudeginum 8. febrúar 2024.

Tilboðum ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt gegnum útboðsvefinn eigi síðar en  mánudaginn 26. febrúar 2024 kl. 14:00.

Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á mos.is að opnun lokinni.