Home Fréttir Í fréttum Þrjátíu sérbýlishús voru byggð í Reykjavík í fyrra

Þrjátíu sérbýlishús voru byggð í Reykjavík í fyrra

64
0
Mynd: HMS.is

Á síðasta ári voru aðeins byggð 35 sérbýlishús í Reykjavík sem er talsverður samdráttur frá 2022 þegar 60 sérbýlishús voru byggð.

<>

Leita þarf aftur til seinni heimsstyrjaldar til að finna tímabil með jafnlítilli uppbyggingu sérbýlishúsa í borginni og hefur átt sér stað á síðustu árum. Þetta kemur fram í tölfræði um uppbyggingu íbúða á vef Fasteignaskrár.

Á vef Fasteignaskrár má finna upplýsingar um fjölda íbúða eftir byggingarárum, skipt upp eftir íbúðaformum og sveitarfélögum. Eignir eru taldar sem sérbýli ef um er að ræða einbýli, parhús eða raðhús.

Þegar horft er allt aftur til 1930 þá sjást nokkrir toppar í byggingu sérbýlishúsa í Reykjavík. Líkt og myndin hér að neðan sýnir var toppurinn hæstur árin 1978-1985 þegar Seljahverfi byggðist upp, en þá voru að meðaltali byggð rúmlega 300 einbýlishús á hverju ári. Einnig var talsvert byggt af sérbýlishúsum á 10. áratuginum en þá var byggt í Grafarvogi.

Mynd: HMS.is

Mynd: HMS.is

Frá aldamótum minnkaði byggð sérbýlishúsa í Reykjavík svo stöðugt fram að árunum eftir efnahagshrun, en uppbyggingin náði lágmarki árið 2012 þegar einungis níu sérbýlishús voru byggð í borginni.

Á tímabilinu 2010-2019 voru að meðaltali 27 sérbýlishús byggð í Reykjavík á hverju ári, en þau hafa verið að meðaltali 44 á ári frá árinu 2020.

Fjöldi sérbýla sem byggð hafa verið í Reykjavík frá árinu 2010 er svipaður og fjöldi byggðra sérbýla í borginni á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, þegar íbúar Reykjavíkur voru 30-50 þúsund.

Heimild: HMS.is