Home Fréttir Í fréttum Kínversk stjórnvöld fylgjast nú með verktökum

Kínversk stjórnvöld fylgjast nú með verktökum

150
0
Engin þjóð býr undir jafn miklu eftirliti og Kínverjar. Ljósmynd: epa

Verktakar í Kína þurfa nú að setja upp eftirlitsbúnað til að leyfa stjórnvöldum að hafa eftirfylgni með verkefnum.

<>

Samkvæmt nýjum lögum í Kína þurfa verktakar þar í landi, sem fá meira en 4,2 milljónir dala í ríkisstyrk, að setja upp eftirlitsbúnað til að leyfa stjórnvöldum að hafa eftirfylgni með verkefnunum.

Lögin koma samhliða aukningu í ríkisaðstoð til fasteignafyrirtækja sem hafa verið í erfiðri stöðu undanfarin misseri.

Ben Harburg, frá fjárfestingafyrirtækinu MSA Captial, segir í samtali við BBC að reglurnar séu hluti af viðleitni kínverskra stjórnvalda til að tryggja að fjármunirnir séu notaðir í þeim tilgangi sem þeim er ætlað.

„Kínverskir verktakar hafa brugðist trausti kínverskra stjórnvalda áður fyrr með því að taka fjármuni sem ætlaðir voru ýmsum verkefnum en eyddu þeim síðan í persónulega hluti,“ segir Ben.

Engin þjóð býr undir jafn miklu eftirliti og Kínverjar en rúmlega helmingur allra eftirlitsmyndavéla í heiminum eru í Kína. Samkvæmt nýju lögunum verða eftirlitsmyndavélar, drónar og jafnvel gervihnattabúnaður notaður til að fylgjast með verkefnunum.

Margar eftirlitsmyndavélar í Kína notast einnig við gervigreind og andlitsgreiningartæki en lögin eru hluti af áætlun kínverskra stjórnvalda til að þróa stærsta myndavélaeftirlitsnet í heimi.

Heimild: Vb.is