Home Fréttir Í fréttum Mun færri nýjar í­búðir en þörf er á

Mun færri nýjar í­búðir en þörf er á

48
0
HMS segir of fáar íbúðir hafa verið byggðar og útlit sé fyrir að þeim muni fækka enn frekar á næstu árum. VÍSIR/VILHELM

Nýjum íbúðum fjölgaði um 3.079 á síðasta ári en það er langt frá því að uppfylla íbúðaþörf á landinu. Íbúðum hefði þurft að fjölga um að minnsta kosti fjögur þúsund til að uppfylla þá þörf sem er fyrir hendi og bendir samdráttur í húsnæðisuppbyggingu til þess að enn muni draga úr framboði á nýju húsnæði á næstu árum.

<>

Þetta kemur fram grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands, sem birt var í dag en þar segir einnig að íbúðir sem búist er við að klárist á þessu ári muni ekki heldur svala íbúðaþörfinni á árinu.

Greinin byggir á niðurstöðum úr nýlegri skoðun HMS á íbúðum í byggingu á Íslandi. Í greininni segir að samkvæmt miðspá íbúðaþarfagreiningar sem birt var í október þurfi tæplega tuttugu þúsund nýjar íbúðir á næstu fimm árum og það jafngildi tæplega fjögur þúsund íbúðum á ári hverju.

HMS segir að í byrjun síðasta árs hafi verið uppi vísbendingar um að íbúðabygging væri að dragast saman og að könnun Samtaka iðnaðarins hafi sýnt 65 prósenta samdrátt í áformum um uppbyggingu nýrra íbúða.

Íbúðatalning HMS síðasta september sýnir fram á svipaðan samdrátt. Samkvæmt henni var umfang nýrra íbúðarframkvæmda sjötíu prósentum minna en á sama tíma árið 2022. Þá bendir ný könnun SI til fimmtán prósenta samdráttar til viðbótar á þessu ári. Það samsvarar 75 prósenta samdrætti í íbúðauppbyggingu frá árinu 2022, samkvæmt HMS

Bendir það til að framboð nýrra íbúða á húsnæðismarkaði á næstu árum. Það muni ekki vera nálægt því að uppfylla íbúðaþörf samkvæmt þarfagreiningu HMS.

Heimild: Visir.is