Home Fréttir Í fréttum Fleiri hús hefðu brunnið

Fleiri hús hefðu brunnið

62
0
Varnargarðarnir norðan Grindavíkur sem Hörn og Sólveig hönnuðu með teymi sínu, vörnuðu því að hraun rynni yfir hús í vesturhluta bæjarins þegar eldgos braust út 14. janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Hraun­her­man­ir sýna að hraun hefði að öll­um lík­ind­um flætt í rík­ari mæli að byggð í Grinda­vík­ur­bæ ef ekki hefði verið fyr­ir varn­argarða.

<>

Ógern­ing­ur hefði verið að varna því að hraun færi yfir Grinda­vík­ur­veg og lagn­ir sem við hann eru. Þetta seg­ir Hörn Hrafns­dótt­ir, vatns­auðlinda­verk­fræðing­ur hjá Verkís. Hörn er á meðal þeirra verk­fræðinga sem hönnuðu varn­argarðana við Grinda­vík og Svartsengi.

Ástæða þess að hraun hefði alltaf flætt yfir Grinda­vík­ur­veg er að land­halli er til vest­urs frá upp­tök­um eld­goss­ins, alls staðar nema á tveim­ur stöðum.

Hörn Hrafns­dótt­ir og Sól­veig Krist­ín Sig­urðardótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Hefði ekk­ert verið að gert, hefði vest­ari suðurtaum­ur­inn ferðast meðfram Grinda­vík­ur­veg­in­um inn í bæ­inn, auk þess að flæða til vest­urs yfir sjálf­an veg­inn á kafla,“ seg­ir Hörn. Seg­ir hún staðsetn­ingu garðanna ein­mitt valda til þess að stöðva mynd­un suðurtauma og verja bæ­inn á þann hátt.

Garðarn­ir voru hannaðir ekki bara fyr­ir þetta gos held­ur með stærri hraungos, víðs veg­ar á stóru landsvæði, í huga. Var því tek­in ákvörðun um að hanna leiðigarð um­hverf­is Grinda­vík til að bægja hraun­inu frá en ekki reyna að stöðva rennslið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is