Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir að ríkið verði að girða sig í brók. Að óbreyttu gætu orðið meiriháttar breytingar á reglum um hvernig við byggjum hús hér á landi og öryggi þeirra. Tilvísun í byggingareglugerð vísi í eitthvað sem er ekki til.
Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir að unnið hafi verið að þjóðarviðaukum í fjögur ár án heildarsamnings og viðurkenningar hins opinbera á ábyrgð löggjafarinnar. Stöðva þurfi vinnu við gerð íslenskra viðauka við byggingareglugerð EES-sem er í gildi hér vegna þess að fjármagn vantar.
„Þá er staðan sú að í byggingareglugerð, um hönnun og útreikninga á burðarvirkjum, gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar ásamt íslensku þjóðarviðaukum. Þeir bara einfaldlega eru ekki til. Þannig að tilvísun í byggingareglugerðinni hún vísar í eitthvað sem er ekki til.“
Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar séu farnir að taka gildi. Þeir hafi ekki enn verið staðfestir hér „af því að við stöndum enn í þeirri trú að við náum að leysa þetta,“ segir Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
Heimild: Ruv.is