Home Fréttir Í fréttum Áform um verslunarmiðstöð á Húsavík

Áform um verslunarmiðstöð á Húsavík

246
0
Ef af áformunum verður munu Húsvíkingar fá sitt fyrsta hringtorg. Tölvuteikning/Tark

Sam­kaup hafa óskað eft­ir lóð á Húsa­vík und­ir nýja versl­un­ar­miðstöð við Norðaust­ur­veg sunn­an Þor­valdsstaðaár en þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð Skipu­lags- og fram­kvæmdaráðs í sveit­ar­fé­lag­inu Norðurþingi.

<>

Gert er ráð fyr­ir Nettóversl­un í hús­næðinu en strangt til tekið ósk­ar Ásgeir Ásgeirs­son eft­ir lóðinni fyr­ir hönd Sam­kaupa og KSK eigna ehf. Um­tals­verðar fram­kvæmd­ir eru fram und­an ef af verður.

Í fund­ar­gerðinni er bókað að skipu­lags- og fram­kvæmdaráði lít­ist vel á „fram­lagðar hug­mynd­ir og fel­ur skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa að hefja vinnu við skipu­lag svæðis­ins“.

Einnig hafi ráðið verið upp­lýst um tún­blett sem sé á erfðafestu og sé að hluta til á fyr­ir­huguðu skipu­lags­svæði.

Hér má sjá hvar fyr­ir­hugað er að versl­un­ar­miðstöðin verði reist. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Markaðstorg á lóðinni?
Þar af leiðandi má vænt­an­lega bú­ast við því að málið verði til frek­ari um­fjöll­un­ar inn­an stjórn­sýsl­unn­ar í Norðurþingi.

Á fund­in­um var lögð fram kynn­ing á verk­efn­inu frá um­sækj­end­um sem unn­in var af T.ark arki­tekta­stofu. Þar kem­ur fram að mis­mun­andi stór versl­un­ar­rými geti verið í bygg­ing­unni eins og hún sé hugsuð. Gert sé ráð fyr­ir 90 bíla­stæðum og raf­bíla­stæðum en mögu­legt sé að stækka bíla­stæði, bygg­ing­ar og vöru­mót­töku til suðurs.

Fyr­ir fram­an versl­un­ina er sá val­mögu­leiki fyr­ir hendi að vera með torg sem gæti sam­kvæmt kynn­ing­unni verið markaðstorg með litl­um sölu­bás­um.

„Þar væri seld­ur ýmis varn­ing­ur s.s. afurðir beint frá býli. Þar geta einnig verið set­bekk­ir og borð sem hægt er að tylla sér á, á góðviðris­dög­um. Eins má sjá fyr­ir sér jóla­markað í des­em­ber, þar sem hægt væri að gæða sér á jólag­lögg og pip­ar­kök­um og versla ýms­an jóla­varn­ing.“

Versl­an­ir Nettó eru alls tutt­ugu tals­ins og í flest­um lands­hlut­um. Nettó rek­ur nú versl­un á Húsa­vík á Garðars­braut. Hús­vík­ing­ur sem blaðið ræddi við benti á að fram­kvæmd­un­um muni fylgja fyrsta hring­torgið í bæn­um.

Heimild: Mbl.is