Þrír létust og níu slösuðust þegar flugskýli hrundi á flugvelli við borgina Boise í Idaho ríki í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum segir að fimm af þeim níu sem slösuðust séu með alvarlega áverka.
Rekstrarstjóri Boise segir slysið hafa orsakast vegna hörmulegrar eyðileggingar á járnmannvirki á byggingarsvæði.
Flugskýlið sem hrundu er í einkaeigu og hefur verið í byggingu á flugvellinum. Samkvæmt borgaryfirvöldum er hafin rannsókn á aðdraganda slyssins.
Ekki er talið að slysið muni hafa áhrif á dagleg störf á flugvellinum, en þaðan er flogið til 25 áfangastaða í Bandaríkjunum.
Heimild: Mbl.is
Sjá frekar frétt frá USA: 3 people killed, 9 injured in Boise, Idaho hangar collapse on airport grounds