Home Fréttir Í fréttum Þrír létust þegar flugskýli hrundi

Þrír létust þegar flugskýli hrundi

73
0
Slysið varð á flugvelli við borgina Boise í Idaho ríki í Bandaríkjunum. Ljósmynd/City of Boise

Þrír lét­ust og níu slösuðust þegar flug­skýli hrundi á flug­velli við borg­ina Boise í Ida­ho ríki í Banda­ríkj­un­um. Í yf­ir­lýs­ingu frá borg­ar­yf­ir­völd­um seg­ir að fimm af þeim níu sem slösuðust séu með al­var­lega áverka.

<>

Rekstr­ar­stjóri Boise seg­ir slysið hafa or­sak­ast vegna hörmu­legr­ar eyðilegg­ing­ar á járn­mann­virki á bygg­ing­ar­svæði.

Flug­skýlið sem hrundu er í einka­eigu og hef­ur verið í bygg­ingu á flug­vell­in­um. Sam­kvæmt borg­ar­yf­ir­völd­um er haf­in rann­sókn á aðdrag­anda slyss­ins.

Ekki er talið að slysið muni hafa áhrif á dag­leg störf á flug­vell­in­um, en þaðan er flogið til 25 áfangastaða í Banda­ríkj­un­um.

Heimild: Mbl.is

 

Sjá frekar frétt frá USA: 3 people killed, 9 injured in Boise, Idaho hangar collapse on airport grounds