Home Fréttir Í fréttum Lítt gengur að fá fjárfesta að nýju fjölbýlishúsi á Egilsstöðum

Lítt gengur að fá fjárfesta að nýju fjölbýlishúsi á Egilsstöðum

113
0
Miðvangur 8. Teikningar af húsinu sem um ræðir. Efri hæðirnar allt glæsilegar íbúðir fyrir eldri borgara en atvinnustarfsemi fyrirhugað á jarðhæðinni.

Það bæði góðar fregnir og verri fregnir af byggingu nýs fjölbýlishúss fyrir eldri borgara að Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

<>

Sveitarfélagið Múlaþing hefur samþykkt að gefa drjúgan afslátt á gatnagerðargjöldum en ekkert gengur að fá utanaðkomandi fjárfesta að verkefninu.

Miðvangur 8 er metnaðarfullt byggingarverkefni sem eldri borgarar á Egilsstöðum komu sjálfir á koppinn undir heiti félagsins Sigurgarðs eins og Austurfrétt greindi frá þegar framkvæmdir hófust síðasta sumar.

Um er að ræða þriggja hæða fjölbýli ætlað eldri borgurum við hlið Hlymsblokkarinnar svokölluð sem einnig er fyrir eldri borgara en sár skortur hefur verið á Egilsstöðum, sem víðar, á minni hentugri íbúðum fyrir þennan aldurshóp sem oft vill minnka við sig á eldri árum.

Nýja fjölbýlishúsinu ætlað að ráða einhverja bót þar á.

Sökum þess hve óvenju djúpt þurfti að grafa á þessum stað til að komast ofan á fast óskaði Sigurgarður eftir því við Múlaþing að fá einhverja niðurfellingu gatnagerðargjalda og í vikunni tók byggðaráð sveitarfélagsins vel í það erindi og veitti félaginu 75% afslátt út árið 2025.

Það kemur sér vissulega afar vel að sögn eins forsvarsmanna, Sigurjóns Bjarnasonar, en engin viðbrögð hafa verið við auglýsingum eftir fjárfestum að verkefninu.

„Hugmyndin með því var að markaðssetja það rými hússins sem hentar vel til atvinnureksturs. Það kjörinn staður fyrir verslanir eða eitthvað á þeim nótunum en skemmst frá að segja að enginn hefur enn sýnt því nokkurn áhuga.

Við vorum búin að kanna hvort að sveitarfélagið sjálft hefði kannski áhuga að nýta eitthvað af þeim rýmum en það komið í ljós að svo er ekki.“

Sigurjón segir að það út af fyrir sig breyti ekki öllu að svo stöddu því áætlanir gerðu ráð fyrir að svo gæti farið í upphafi. Til standi að prófa að auglýsa á nýjan leik með vorinu.

Framkvæmdin sjálf gangi þó ágætlega fyrir sig en akkurat nú sé lítið í gangi sökum frosts í jörðu og beðið sé hláku til að halda verkinu áfram.

Heimild: Austurfrett.is