Home Fréttir Í fréttum 15.02.2024 Göngubrú milli Meðferðarkjarna og Barnaspítala

15.02.2024 Göngubrú milli Meðferðarkjarna og Barnaspítala

130
0
Mynd: NLSH ohf,

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboði í útboðsverkið: Göngubrú milli MFK og Barnaspítala.

<>

Verkefni þetta nær til smíði, uppsetningar og fullnaðarfrágangs á ytra og innra byrði tengibrúar á milli Meðferðarkjarna (MFK) og Barnaspítala (BS).

Þeir verkþættir sem taldir eru upp í yfirliti yfir verkefnið eru stærstu verkþættir verkefnisins en ekki fullnaðarupptalning. Bjóðandi skal yfirfara teikningar, verklýsingar og tilboðsskrá.

Helstu verkþættir verkefnisins eru:

Burðarvirki:
• Smíði á stálvirki, 11.290 kg.
• Uppsetning á brú

Frágangur utanhúss:
• Breytingar á útvegg Barnaspítala
• Glerjun, 115 m2
• Þakfrágangur, 74 m2
• Járn og blikksmíði

Frágangur innanhúss:
• Gólfefni, 65 m2
• Innveggir
• Innihurðir
• Loftaklæðning
• Málun, 88 m2

Lagnir og loftræsting:
• Hitakerfi
• Vatnsúðakerfi
• Loftræsikerfi

Raflagnir:
• Lýsingarbúnaður
• Brunaviðvörunarkerfi
• Fjarskiptakerfi
• Öryggis- og aðgangskerfi

Bent er á að verkið er unnið í mikilli nálægð við sjúkrahús sem er í fullum rekstri allan verktímann og íbúðabyggð, og skal verktaki taka fullt tillit til þess eins og víða er getið í verklýsingu.

Sjá frekar.