Miðvikudaginn 30. júlí sl., voru opnuð tilboð í verkið „Slökkvistöð Ísafirði jarðvegsskipti“
Opnun tilboða fór fram í fundarsal bæjarstjórnar á annarri hæð, í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði. Fimm tilboð bárust á auglýstum útboðstíma.
Um verkið
Verkið felur í sér uppgröft á lóð nýrrar lökkvistöðvar við Ásgeirsgötu / Suðurtanga. Gert er ráð fyrir að grunnflötur svæðis sé um 700 – 1000 m² og dýpi uppgraftrar sé um 2,0 m. Undir yfirborði eru gamlir ruslahaugar, nokkuð er um timbur, þá er talsvert um brotajárn og togvíra, annar úrgangur er t.a.m. dekk, net/veiðafæri. Enginn lífrænn úrgangur er á svæðinu.
Grafa skal innan byggingarreits 700 – 1000 m² svæði og á 2,0 m dýpi, um er að ræða gamlan úrgang sem urðað var upp úr 1980. Ofan á úrganginum er um 10-20 cm lag af jarðvegi. Skv. prufuholum má búast við að upp komi brotajárn og togvírar, nokkurt magn af timbri,veiðafæri, dekk og annar úrgangur. Ekki er gert ráð fyrir að mengun sé í jarðvegi.
Verktaki skal grafa upp úrganginn og flokka hann í eftirfarandi flokka.
- Brotajárn / togvírar
- Timbur
- Jarðvegur
- Dekk
- Hart plast
Spurt var um athugasemdir fyrir opnun: Engar athugasemdir gerðar.
Gengið er til samninga við lægstbjóðandi Verkhaf ehf. skv. ákvöröun Bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 11. ágúst 2025.
Heimild: Ísafjörður.is