Home Fréttir Í fréttum Norsk drulla ógnar dönskum bæ

Norsk drulla ógnar dönskum bæ

107
0
Heldur óþrifalegt er um að litast á athafnasvæði Nordic Waste sem í ofanálag varð gjaldþrota í vikunni. Ljósmynd/Sveitarfélagið Randers

Hálf millj­ón tonna af norsk­um jarðvegi ógn­ar nú danska smá­bæn­um Ølst, suður af Rand­ers á Jótlandi, í kjöl­far þess er margra millj­óna rúm­metra jarðvegs­massi í ná­grenni við jarðvegs­hreins­un­ar­stöðina Nordic Waste tók að skríða hægt fram skömmu fyr­ir jól.

<>

Ótt­ast dönsk stjórn­völd nú að þessi hæga en ógn­arþunga aur­skriða muni grafa Ølst með manni og mús áður en hún renn­ur út í bæj­arána All­ing en skriðan á ekki mikið meira en nokk­ur hundruð metra eft­ir að þeim hús­um Ølst er næst standa. Hér má sjá mynd­skeið sem sýn­ir fjar­lægð bæj­ar­ins frá starfs­stöðvum Nordic Waste og skriðunni.

Norska rík­is­út­varpið fjall­ar um málið og get­ur staðfest að fyrr­greint magn, tæp hálf millj­ón tonna, af aur­skriðunni reki upp­runa sinn til Vest­ur-Nor­egs. Jarðveg þenn­an, sem mengaður er ýms­um efn­um úr stóriðnaði, hafa flutn­inga­skip fært frá Nor­egi til hreins­un­ar í Dan­mörku en frá Nordic Waste fer hreinsaður jarðveg­ur­inn svo áfram í sölu til fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar- og jarðvinnu­fram­kvæmd­um sem fyll­ing­ar­efni.

Sá galli er þó á gjöf Njarðar að fyr­ir utan að hafa misst alla stjórn á hreins­un þess magns sem kem­ur inn – og aðeins náð að hreinsa og senda áfram um fimm pró­sent – varð Nordic Waste gjaldþrota nú í vik­unni.

Fá ekki rönd við reist

Árið 2018 hlaut fyr­ir­tækið vott­un og leyfi danskra yf­ir­valda til að taka við menguðum jarðvegi og hreinsa hann fyr­ir frek­ari notk­un. Síðan hef­ur fyr­ir­tækið, ef marka má bók­hald sveit­ar­fé­lags­ins Rand­ers, fengið til sín 3,8 millj­ón­ir tonna af jarðvegi sem hvorki geng­ur né rek­ur að vinna úr.

Frá þessu greindi danska út­varps­stöðin Radi­o4 á mánu­dag­inn og enn frem­ur því að eft­ir að stjórn­end­ur Nordic Waste áttuðu sig á að þeir fengju ekki rönd við reist gegn aur­skriðunni hefðu þeir kallað eft­ir aðstoð Rand­ers sem vik­um sam­an hef­ur gert út stór­ar vöru­bif­reiðar til að flytja jarðveg úr skriðunni og stöðva fram­gang henn­ar þannig. Þetta hef­ur ekki gengið sem skyldi og bera íbú­ar Ølst nú kvíðboga fyr­ir því er koma skal.

Smá­bær­inn Ølst er á Jótlandi, rétt við Rand­ers og skammt frá Árós­um. Skjá­skot/​Korta­vef­ur Google

Ofan á allt sam­an hafa svo risið deil­ur um hver skuli fá reikn­ing­inn fyr­ir öllu klúðrinu. Grein­ir sjón­varps­stöðin TV2 Østjyl­l­and frá því að fjöldi skips­farma af jarðvegi komi frá dönsku höfuðborg­inni Kaup­manna­höfn auk hinn­ar norsku Björg­vinj­ar. Norska end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækið En­v­ir AS samdi við Nordic Waste árið 2020 um að taka á móti norsk­um jarðvegi og fékk út­gefið út­flutn­ings­leyfi norskra stjórn­valda til fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Ákaf­lega sorg­legt

„Um 80 pró­sent þess jarðvegs sem við höf­um tekið á móti í starfs­stöð okk­ar í Lak­sevåg höf­um við sent til Dan­merk­ur,“ seg­ir Kol­bjørn Akervold, fram­kvæmda­stjóri En­v­ir, í sam­tali við NRK sem þykir málið skelfi­legt. „Þetta eru lík­lega um 400.000 tonn sem við höf­um sent, lítið mengaður jarðveg­ur og ekki hættu­leg­ur. Þetta er ákaf­lega sorg­legt, hvort tveggja fyr­ir sam­fé­lagið þarna niður frá og starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins [Nordic Waste],“ seg­ir Akervold.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um NRK frá norska um­hverf­is­ráðuneyt­inu fóru sautján skips­farm­ar með sam­tals rúm­lega 60.000 tonn af jarðvegi frá Lak­sevåg tilRand­ers árið 2020 og var þar einkum um að ræða úr­gang frá bygg­ing­ar- og vega­fram­kvæmd­um í Vest­land-fylki.

Danski um­hverf­is­ráðherr­ann Magn­us Heunicke lýs­ir ástand­inu sem grafal­var­legu í viðtali við danska rík­is­út­varpið DR en danska verk­fræði- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið COWI spá­ir í skýrslu sinni um aur­skriðuna að margra ára vinnu þurfi til að koma svæðinu í samt lag og stöðva aur­skriðuna. Verðmiðinn á öllu sam­an nálg­ist 2,2 millj­arða danskra króna sem jafn­ast á við 44 millj­arða ís­lenskra.

Fór níu metra á dag

Enn ískyggi­legri er spá COWI um ör­lög Ølst sem graf­ist gæti und­ir fimm metra þykku lagi af vot­kenndri jarðvegs­drullu en all­ur þessi jarðmassi seig í síðustu viku átt að bæn­um með níu metra hraða á sól­ar­hring. Hann hef­ur þó hægt á sér nú, að sögn Car­sten Steen Søren­sen, sér­fræðings hjá COWI, sem tjáði DR á mánu­dag­inn að hraðinn þá hefði verið kom­inn niður í tvo metra á sól­ar­hring. Kvað hann íbúa Ølst því enn um sinn geta sofið um næt­ur.

Sýni úr jarðveg­in­um sem tek­in voru fyr­ir jól sýna að hann inni­hélt þá um­tals­vert magn þung­málma en gildi þeirra hafa lækkað nokkuð síðan. Engu að síður er inni­hald þung­málma í jarðveg­in­um vel yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um að sögn DR.

NRK

Bør­sen

DR

Heimild: Mbl.is