Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á nýrri landtengingu á Miðbakka hafin

Framkvæmdir á nýrri landtengingu á Miðbakka hafin

106
0

Faxaflóahafnir standa að framkvæmdum í Austurhöfn Gömlu hafnarinnar í Reykjavík, þar sem lagnir úr dreifistöð rafmagns á Faxagarði verða lagðar að nýjum tengipunkti landtengingar á Miðbakka.

<>

Áætluð verklok eru í maí 2024, þegar Faxaflóahafnir geta þar með boðið upp á landtengingar fyrir skemmtiferðaskip bæði á Miðbakka sem og á Faxagarði.

Jafnframt verður boðið upp á afhendingu á heitu vatni á Miðbakka sem gæti nýst til hitunar um borð í skemmtiferðaskipum meðan þau liggja við bakka.

Samhliða nýrri landtengingu á Miðbakka verður annað mikilvægt skref stigið í átt að aukinni skilvirkni Faxaflóahafna, þar sem 3 afhendingastaðir rafmagns, heitt/kalt vatns verða settir upp á Austurbakka.

Afhendingastaðirnir verða snjallvæddir að danskri fyrirmynd þar sem skip og bátar geta tengst rafmagni og vatni með sjálfafgreiðslu.

„Þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi fyrir Faxaflóahafnir þar sem verið er að stíga stór skref í átt að grænni og skilvirkari höfnum og það er sérlega ánægjulegt að það skuli vera hér í Gömlu höfninni okkar í hjarta höfuðborgarinnar“, segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna.

Heimild: Faxafloahafnir.is