Home Fréttir Í fréttum 27.02.2024 Yfirborðsmerkingar, vegmálun öll svæði 2024-2026

27.02.2024 Yfirborðsmerkingar, vegmálun öll svæði 2024-2026

73
0
Mynd: Blönduósbær

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar akbrauta með málningu á fjórum svæðum Vegagerðarinnar, þ.e.a.s. Suðursvæði, Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði. Um er að ræða málun miðlína og kantlína á vegum með bundið vegyfirborð árin 2024-2026.

<>

Verkið er boðið út til þriggja ára með möguleika á framlengingu verksamnings sumarið 2027 og sumarið 2028.

Verkið felst í yfirborðsmerkingum akbrauta. Áætlað verkmagn er 4.910 km.

Helstu magntölur, miðað við eitt ár, eru:  

  • Miðlínur                     1.950 km
  • Kantlínur                    2.960 km
  • Viðverudagar                  80 dagar

Verki skal að fullu lokið 1. september ár hvert.

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 24. janúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. febrúarr 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign