Home Fréttir Í fréttum Byggja nýtt hótel í miðborginni

Byggja nýtt hótel í miðborginni

170
0
Horft frá Grandagarði. Fyrirhugað 100 herbergja hótel verður byggt norðan við Alliance-húsið og við hlið fjölbýlishússins á Mýrargötu 26. Teikning/Gláma Kím

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, von­ast til að geta hafið fram­kvæmd­ir við nýtt hót­el á Grandag­arði í vor. Hót­elið verður með um hundrað her­bergj­um og byggt við hlið Alli­ance-húss­ins. Á jarðhæð hót­el­bygg­ing­ar­inn­ar verður versl­un og þjón­usta.

<>

Þor­vald­ur seg­ir stefnt að því að hefja jarðvinnu í vor og upp­steypu næsta haust. Gangi það eft­ir sé raun­hæft að hót­elið verði til­búið fyr­ir sum­arið 2026.

Það komi vel til greina að leigja hót­elið til rekstr­araðila. Jafn­framt komi til greina að hús­byggj­and­inn, ÞG Verk, fari með rekst­ur­inn en ekk­ert sé úti­lokað í þess­um efn­um.

Hér til hliðar má sjá teikn­ing­ar arki­tekta­stof­unn­ar Glámu Kíms af fyr­ir­hugaðri ný­bygg­ingu sem verður reist á bíla­stæðinu norðan og vest­an við Alli­ance-húsið. Milli bíla­stæðis­ins og Alli­ance-húss­ins er nú einn­ar hæðar viðbygg­ing sem verður rif­in. Tekið skal fram að hönn­un­inni er ekki lokið.

Horft frá Mýr­ar­götu. Hér má sjá hvernig Alli­ance-húsið mun líta út end­ur­gert. Hót­elið verður norðan við húsið. Teikn­ing/​Gláma Kím

Ytra byrðið friðað
Spurður um af­drif Alli­ance-húss­ins seg­ir Þor­vald­ur að húsið verði allt gert upp en ytra byrðið sé friðað.

Á vef Minja­stofn­un­ar seg­ir að húsið hafi verið byggt á ár­un­um 1924 til 1925 eft­ir teikn­ing­um Guðmund­ar H. Þor­láks­son­ar húsa­meist­ara og sé það „talið hafa mikið bygg­ing­ar­list­ar­legt gildi sem dæmi um glæsi­legt höf­und­ar­verk hans“.

„Húsið var byggt sem salt­verk­un­ar­hús og hef­ur mikið menn­ing­ar­sögu­legt gildi sem vitn­is­b­urður um þá at­vinnu­starf­semi er eitt sinn ein­kenndi gamla Vest­ur­bæ­inn. Það er lítið breytt frá upp­runa­legri gerð og hef­ur mikið gildi fyr­ir um­hverfi sitt á hafn­ar­svæðinu,“ seg­ir þar jafn­framt.

Borg­in hef­ur sem kunn­ugt er sett kvóta, eða há­mark, á upp­bygg­ingu hót­ela í miðborg­inni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út þriðju­dag­inn 23. janú­ar.

Heimild: Mbl.is