Home Fréttir Í fréttum Hegningarhúsið stendur enn autt

Hegningarhúsið stendur enn autt

86
0
Skjáskot af Ruv.is

Fjármagn til endurbóta á gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík er löngu uppurið og minnst tvö ár í að þeim ljúki. Ekkert hefur verið unnið í húsinu í tæpt ár og er hlutverk þess enn óráðið.

<>

Minnst tvö ár eiga eftir að líða þar til endurbótum á gamla Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg lýkur. Fjárskortur hefur tafið verkefnið og sjóður til endurbóta er löngu uppurinn. Ekkert hefur verið unnið í húsinu í tæpt ár og er hlutverk þess enn óráðið.

Húsið er í eigu ríkisins og segir framkvæmdastjóri Minjaverndar að rétta leiðin til að fjármagna endurbæturnar hafi ekki fundist. Árið 2020 hófust umfangsmiklar viðgerðir og enn er sú hugmynd uppi að húsið verði opið almenningi.

Heimild: Ruv.is