Home Fréttir Í fréttum Vilja lengja líftíma bygginga

Vilja lengja líftíma bygginga

113
0
Grensásvegur 50. mbl.is/sisi

Reykja­vík­ur­borg hef­ur markað íhalds­sama stefnu þegar kem­ur að niðurrifi húsa. „Hið æski­lega er að nýta hús­næði sem nú þegar er til staðar, viðhalda og lengja líf­tíma þess,“ seg­ir í ný­legri um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

<>

Verk­efna­stjór­inn var hér að fjalla um fyr­ir­spurn Bygg­ing­ar­stjór­ans ehf., dags. 13. nóv­em­ber 2023, um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Grens­ás­veg­ar 44-50 vegna lóðar­inn­ar nr. 50 við Grens­ás­veg.

Hún felst í að rífa nú­ver­andi bygg­ingu á lóðinni og að reisa í staðinn fjöl­býl­is­hús, sam­kvæmt til­lögu Atelier arki­tekta.

Beiðni um niðurrif var hafnað þótt ástands­skoðun hafi leitt í ljós að húsið er mjög illa farið og viðgerðir kosti tugi millj­óna.

Leiða má hug­ann að því hvort þessi vernd­ar­stefna muni hafa áhrif á þétt­ingu byggðar í Reykja­vík. Mörg eldri hús hafa verið rif­in á und­an­förn­um árum og stór fjöl­býl­is­hús risið í þeirra stað. Mun þetta breyt­ast? Og hvers vegna fá sum­ir að rífa og byggja en aðrir ekki? Á jafn­ræðis­regl­an við hér?

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is