Home Fréttir Í fréttum Hófu 30 milljarða framkvæmd í fimbulkulda

Hófu 30 milljarða framkvæmd í fimbulkulda

168
0
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Hreiðar Hreiðarsson eldisstjóri hófu framkvæmdir þrátt fyrir fimbulkulda. Ljósmynd/Kristín Ásta Kristinsdóttir

Fyrsta skóflu­stunga að land­eld­is­stöð GeoSalmo vest­ur af Þor­láks­höfn var tek­in við hátíðlega at­höfn í gær. Það er allra veðra er von á Íslandi í janú­ar og var því boðið til mót­töku í ráðhúsi Ölfuss þar sem sýnt var frá skoflustung­unni sjálfri í beinu streymi, en stung­una sjálfa tóku þau Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra, Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra og Hreiðar Hreiðars­son eld­is­stjóri GeoSalmo.

<>

Áform GeoSalmo eru að koma upp 24 þúsund tonna fram­leiðslu á eld­islaxi í Ölfusi, en stöðin verður byggð upp í áföng­um oger nú haf­in vinna við að reisa fyrsta áfanga sem á að fram­leiða um 7.500 tonn af laxi á ári, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Fé­lagið hef­ur þegar lokið um­hverf­is­mati og skipu­lags­vinnu að eld­is­stöðinni auk þess að hafa gert samn­ing við Orku Nátt­úr­unn­ar um 28 meg­awött af raf­magni til langs tíma fyr­ir alla upp­bygg­ingu land­eldistöðvar­inn­ar og full­an rekst­ur henn­ar.

„Við höf­um verið að und­ir­búa þenn­an dag und­an­far­in þrjú ár. Nú hefst fram­kvæmd­in og ég held að það geta all­ir gert sér hug­ar­lund um það hversu stór áfangi það er fyr­ir fyr­ir­tæki eins og okk­ar,“ seg­ir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri GeoSalmo.

Heimild: Mbl.is