Home Fréttir Í fréttum Slökkviliðið fær vilyrði fyrir lóð á BSÍ-reit

Slökkviliðið fær vilyrði fyrir lóð á BSÍ-reit

157
0
BSÍ reiturinn við Hringbraut í Reykjavík. Að sögn SHS myndi útkallsstöð á þessum reit bæta þjónustu við Seltjarnarnes. Kort/Map.is

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt til­lögu borg­ar­stjóra um að ganga til samn­inga við Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins (SHS) um að byggja við stöðina sem slökkviliðið leig­ir af borg­inni á Kjal­ar­nesi.

<>

Starf­semi SHS flytt­ist þá úr Skóg­ar­hlíð í nýja björg­un­ar­miðstöð milli Klepps og Holtag­arða og á BSÍ-reit í Reykja­vík, en samþykkt var að að gefa út vil­yrði til SHS fyr­ir lóð á BSÍ-reitn­um.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð.

Lögðu til fjölda og staðsetn­ing­ar stöðva

Vísað er til bréfs stjórn­ar SHS frá 18. des­em­ber, þar sem fjallað er um starfs­hóp um hús­næðismál slökkviliðsins, sem starfaði í umboði SHS að því að þarfagreina og leggja til fjölda og staðsetn­ing­ar slökkvistöðva á höfuðborg­ar­svæðinu með til­liti til viðbragðstíma og þjón­ustu­stigs SHS.

Starfs­hóp­ur­inn skilaði til­lög­um og fram­kvæmda­áætl­un í grein­ar­gerð til SHS í nóv­em­ber. Stjórn SHS lagði til í bréfi sínu til borg­ar­ráðs að aðild­ar­sveit­ar­fé­lög slökkviliðsins samþykktu að unnið yrði eft­ir fram­gangi fram­kvæmda­áætl­un­ar í sam­ræmi við til­lög­ur hóps­ins en hún skipt­ist í þrjá áfanga yfir tíma­bilið 2024-2031.

Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Upp­bygg­ing­in muni stytta viðbragðstíma

„Þær aðgerðir sem snúa að Reykja­vík eru þær að ganga til samn­inga við SHS um að byggja við slökkvistöðina sem slökkviliðið leig­ir af borg­inni á Kjal­ar­nesi og að starf­semi SHS flytj­ist úr Skóg­ar­hlíð í nýja björg­un­ar­miðstöð milli Klepps og Holtag­arða og á BSÍ reit í Reykja­vík. Því er lagt til að borg­ar­ráð samþykki að gefa út vil­yrði til SHS fyr­ir lóð á BSÍ reit,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Viðreisn­ar lögðu fram svohljóðandi bók­un:

„Meiri­hlut­inn fagn­ar til­lög­um stjórn­ar Slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu (SHS) um staðsetn­ing­ar slökkvistöðva á höfuðborg­ar­svæðinu.

Til­lög­urn­ar taka mið af viðbragðstíma og þjón­ustu­stigi SHS og í þeim end­ur­spegl­ast skýr framtíðar­sýn. Með sex út­kalls­stöðvum verður nær helm­ings fjölg­un í þeim hópi sem nýt­ur þjón­ustu inn­an 7,5 mín­útna akst­urs­tíma og þeim sem verða utan 10 mín­útna akst­urs­tíma fækk­ar um ⅔. Upp­bygg­ing­in mun því stytta viðbragðstíma og auka ör­yggi á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Hugi jafn­framt að frek­ari for­gangi Strætó í um­ferðinni

Þá kem­ur fram í fund­ar­gerðinni, sem var enn frem­ur samþykkt, að því sé beint til um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs að huga að frek­ari for­gangi Strætó í um­ferðinni til viðbót­ar við fyr­ir­hugaðar for­gangs­rein­ar Borg­ar­línu, sbr. ábend­ingu starfs­hóps­ins, en grein­ing hans dragi fram mik­il­vægi hvors tveggja.

Jafn­framt sé lagt til að fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði verði falið að gera til­lögu að fjár­mögn­un fyr­ir árið 2025 sam­hliða fjár­hags­áætl­un­ar­gerð næsta árs og lang­tíma­áætl­un í sam­ræmi við til­lög­urn­ar. Ekki sé gert ráð fyr­ir aukn­um út­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna á ár­inu 2024.

Heimild: Mbl.is