Home Fréttir Í fréttum Næsta mál sé að ráðast í út­boð, út­hluta lóðinni og sjá bygginguna...

Næsta mál sé að ráðast í út­boð, út­hluta lóðinni og sjá bygginguna rísa

159
0
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tímamótin mikil. VÍSIR/ARNAR

Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni.

<>

Í gær skrifuðu borgarstjóri Reykjavíkur, fjármálaráðherra, barnamálaráðherra og forsætisráðherra undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir um risastór tímamót að ræða eftir langa vinnu.

„Það sem hefur staðið á er annars vegar stofnun félags um byggingu þjóðarhallar og að ná niðurstöðu varðandi kostnaðarskiptingu milli ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði varðandi stofnkostnað og rekstur. Þetta allt saman er búið að botna núna.

Næsta mál er í raun að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og fara að sjá þessa byggingu í hönnun og sjá hana rísa.“

Risa skref
Um gríðarlegt hagsmunamál sé að ræða enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir.

„Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál og stærra en ýmsir átta sig á. Þetta skiptir máli fyrir börnin sem æfa og keppa í Laugardalnum, þetta skiptir máli fyrir landsliðið og í raun allar keppnisíþróttir innanhúss.“

Töluvert hefur verið fjallað um nýjan þjóðarleikvang undanfarin ár og hafa ráðamenn hlotið gagnrýni fyrir seinagang í þeim efnum.

„Ég man alveg eftir sambærilegri umræðu um Hörpu. Það trúði því í raun enginn að Harpa væri að verða að veruleika fyrr en fólk mætti á fyrstu tónleikana og nú er hún orðin órjúfanlegur þáttur af borgarlífinu og menningarlífinu.

Þannig verður það líka með þjóðarhöll. Ég skil að fólk sé óþolinmótt í hversu skrefi en mikilvægt að átta sig á að þetta var risa skref sem tekið var í gær.“

Heimild: Visir.is