Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga á reitnum við Skarðshlíð 20 á Akureyri

Skóflustunga á reitnum við Skarðshlíð 20 á Akureyri

135
0
Í húsinu verða 50 íbúðir.

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju fjölbýlishúsi við Skarðshlíð 20 í gær. Byggingafélagið Húsheild/Hyrna byggir húsið.

<>

Í því verða 50 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um mitt ár 2026 segir í frétt á vefsíðu Húsheildar/Hyrnu.

Lóðin við Skarðshlíð var boðin út á árinu 2022. Fimm tilboð bárust, þar af tvö hnífjöfn eða 121 milljónum og voru frá annars vegar Húsheild/Hyrnu og hins vegar Goðanesi sem er í eigu félagsins SS-Byggis. Dregið var um lóðina og kom hún í hlut Húsheildar/Hyrnu.

Áður hafði lóðin verið lögð fram sem kostur til uppbyggingar á norðurstöðu heilsugæslu með þeirri kvöl að einnig yrði gert ráð fyrir íbúðum á efri hæð. Frá þeirri hugmynd var fallið og heilsugæslunni fundin staður við Sunnuhlíð.

Unnið var við að fella tré á reitnum við Skarðshlíð 20 áður en framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúss hefjast.

Heimild: Vikubladid.is