Home Fréttir Í fréttum Þungt hljóð í byggingaverktökum

Þungt hljóð í byggingaverktökum

209
0

Gera má ráð fyr­ir veru­leg­um sam­drætti í bygg­ingu nýrra íbúða á næstu miss­er­um. Þetta sýn­ir niðurstaða könn­un­ar sem Sam­tök iðnaðar­ins (SI) hafa látið fram­kvæma meðal stjórn­enda verk­taka­fyr­ir­tækja í íbúðaupp­bygg­ingu.

<>

Niðurstaða könn­un­ar­inn­ar verður birt á vef SI í dag, en Morg­un­blaðið hef­ur hana und­ir hönd­um.

Sam­kvæmt henni má vera ljóst að háir vext­ir og skort­ur á lóðafram­boði eru þeir þætt­ir sem hafa mest áhrif á fyrr­nefnd­an sam­drátt. Um 88% stjórn­enda segja að hækk­andi fjár­mögn­un­ar­kostnaður muni hafa nei­kvæð áhrif á upp­bygg­ingaráform þeirra og leiða til sam­drátt­ar.

Þá seg­ir tæp­lega helm­ing­ur þátt­tak­enda í könn­un­inni að dregið hafi úr fjár­mögn­un­ar­mögu­leik­um þeirra fyr­ir­tækja til bygg­ing­ar íbúðar­hús­næðis á síðastliðnum sex mánuðum.

Mik­il­vægt að auka lóðafram­boð
Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri SI seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið mik­il­vægt að auka lóðafram­boð, sér­stak­lega í Reykja­vík.

„Hér blas­ir að ein­hverju leyti við hag­fræðikenn­ing­in um harm heild­ar­inn­ar. Sveit­ar­fé­lög­in hafa hvert um sig há­markað sinn hag við upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis und­an­far­in ár en það leiðir til þess að sár­lega vant­ar íbúðir til að mæta þörf­um lands­manna og svo mun verða áfram næstu ár.“

Það er óhætt að segja að það sé þungt hljóð í stjórn­end­um verk­taka­fyr­ir­tækj­anna því sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar má bú­ast við veru­leg­um sam­drætti í bygg­ingu nýrra íbúða á næstu miss­er­um

Þannig reikna þeir með að hefja bygg­ingu um 700 íbúða á næstu tólf mánuðum á meðan tæp­lega eitt þúsund íbúðir hafa verið í bygg­ingu á síðustu tólf mánuðum, sem er tæp­lega 30% sam­drátt­ur.

Í sam­bæri­legri könn­un sem gerð var í mars á síðasta ári bjugg­ust stjórn­end­ur við um 65% sam­drætti, sem raun­gerðist ef miðað er við taln­ingu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar sem fram­kvæmd var sl. haust.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is